28. mars 2015

Smá örvænting

Ég sé á samfélagsmiðlum, bæði á fésbókinni og twitter að samnemendur mínir í Samspil 2015 pósta inn hugmyndum um vefi og smáforrit í miklum mæli. Ég fyllist örvæntingu að ég komist ekki yfir að skoða þetta allt saman, hef ekki ennþá komist yfir að prufa allt sem farið var yfir á staðnámskeiðinu um daginn.
Starfs míns vegna koma tímabil þar sem ég er afar upptekin og langir vinnudagar, þess vegna verð ég eiginlega að draga bara djúpt andann og hugsa jákvætt. Ég reyni að gera eins vel og mikið og ég get með góðu móti komist yfir.
Það er nú sem betur fer heppilegt að sumt af því sem verið er að kynna núna hef ég prófað áður, en annað ætla ég að reyna eftir bestu getu að finna tíma til að nýta. Ég er ætíð hrifin af þeim áskorunum sem ég fæ í kennslu, það að finna út úr hvernig hægt er að nota smáforrit og kennsluvefi með ungum börnum finnst mér alveg svakalega spennandi og skemmtilegt. Ég á mér reyndar langa sögu í þessu fikti. Ég var svo heppin að komast í eTwinning verkefni fyrir nokkrum árum og kynntist þar leikskólakennurum sem eru jafn mikið að fikta í uppýsingatækni og ég. Í þessu verkefni t.d. 1.2. Buckle My Shoes sem var stærðfræðiverkefni gerðum við tilraunir með hina og þessa vefi. Þetta var fyrir tíma iPads og gaman að prófa hvað við komumst upp með að nýta mörg vefforrit með svo ungum börnum.

1 ummæli:

Jóhanna sagði...

Sæl Fjóla, mig langaði bara að láta þig vita að það eru fleiri pínu ráðvilltir þarna. Ég er núna fyrst að skoða og spá og spekúlera. Þú ert nú komin vel af stað farin að blogga um þetta og svona.
En við hljótum að ná þessu ef við gefum okkur tíma :)
Jóhanna Ásm.