18. janúar 2005

Mikið að gera

Ég hef haft mikið að gera í gær og í dag og því ekki mátt mikið vera að því að sinna náminu. Hef samt unnið svolitla rannsóknarvinnu bæði í leikskólanum og hér heima. Ég settist niður þegar ég kom heim og horfði á smáfuglana háma í sig fóðurblöndu sem börnin mín voru búin að bera á túnið fyrir þá. Þvílíkt haf að fuglum, þeir voru ekki lengi að borða allt upp til agna. Mér finnst alveg ótrúlega áhugavert að fylgjast með hegðun þeirra, er viss um að það eru einstaklingar innan um sem gefa hinum fölsk merki um að nú sé hætta á ferð. Þá fljúga allir fuglarnir upp en þessi ákveðni einstaklingur situr eftir, einn um allt góssið. Það er langur vinnudagur framundan á morgun, starfsmannafundur eftir vinnu, svo ég kemst ekki á fyrirlestur sem mig langar á í KHÍ. Svona er þetta bara maður getur ekki verið á tveimur stöðum í einu. Ég var að greiða atkvæði um nýja launasamninginn í dag, vonandi gerði ég rétt með því að samþyggja hann. Ég er að vona að við getum náð fram meiri leiðréttingu á laununum í næstu lotu. Samningurinn er stuttur, svo við erum komin eitthvað áleiðis. Ég kem til með að fá nýtt starfsheiti, verð sérkennslustjóri, virðulegt ekki satt.

Engin ummæli: