Sýnir færslur með efnisorðinu PowToon. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu PowToon. Sýna allar færslur

7. apríl 2015

Meira af PowToon

Þetta forrit PowToon er alveg að slá í gegn hjá börnunum hér í Álfaheiði. Hér má sjá þessa fínu draugasögu sem börnin gerðu alveg sjálf. Þau þurftu smá aðstoð við að vista verkefnið, en það var líka það eina. Þau skemmtu sér vel og greinilegt að þetta höfðar til þeirra.


30. mars 2015

Páskakveðja með PowToon

Í morgun ákvað ég að prófa hvort börnin í leikskólanum hefðu gaman af því að vinna í forritinu PowToon. Ég gaf þeim upp þemað, það væru að koma páskar hvort þau vildu ekki senda lesendum heimasíðu leikskólans páskakveðju.
Þau voru til í það og byrjuðu strax að skipuleggja sig. Það kom mér á óvart að þau vildu hvort um sig fá að gera sína síðu. Svo þegar eitt þeirra fann eitthvað sniðugt þá vildu hin fá að bæta svipuðu inn á sína. Þau höfðu greinilega mjög gaman af þessari vinnu og árangurinn var líka eftir því. Hér má sjá kveðjuna á heimasíðu leikskólans og hér er mynd af okkur að vinna.




22. mars 2015

PowToon

Eitt af þeim veftólum sem við ræddum um á námskeiðinu s.l. mánudag var PowToon. Ég hef aðeins leikið mér með þetta skjákynningarkerfi, en hef hugsað mér að gera meira af því í framtíðinni. Ég sé það alveg fyrir mér að elstu börnin í leikskólanum geti haft gaman af því að búa til sögur með þessu kerfi. Sjálf ákvað ég að nýta mér kerfið á föstudaginn. Þannig er að ég þurfti að flytja stutt erindi um starfsáætlun FL og í stað þess að fara með þurrar staðreyndir og sýna venjubundnar skjámyndir í Power Point þá ákvað ég að útbúa smá myndband með PowToon.
Hana má sjá hér og gerði bara sýningin mikla lukku.
https://www.powtoon.com/show/cPrvEYhprSE/nsta-starfsar-2015-2016/