Sýnir færslur með efnisorðinu Sway. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Sway. Sýna allar færslur

2. apríl 2015

Sway

Ég ákvað að prófa Sway vefumsjónarkerfi, en það er eitt af þeim kerfum sem okkur var bent á til þess að útbúa ferilmöppur. Ég hef ekki áður fengist við þetta kerfi, en verð að segja að það kom bara nokkuð á óvart. Ég nýtti það til þess að útbúa auglýsingu fyrir námskeið sem FL ætlar að vera með í samstarfi við Háskólann á Bifröst.
Við vorum við búin að útbúa auglýsingu í pdf formi, en svo sá ég að það væri upplagt að nota Sway til þess að útbúa auglýsinguna. Þannig kom ég líka fyrir fleiri upplýsingum og góðri krækju á skráningarformið sem ég útbjó í Google drive. Hér má svo sjá auglýsinguna.