Ég var svo óheppin að geta ekki tekið þátt í #menntaspjall á Twitter í gær. Umræðuefnið var skólahúsnæði. Það var ángæjulegt að lesa yfir umræðuþráðinn eftir spjallið. Ég get ekki betur séð en að þeir sem tóku þátt, sem flestir eru grunn- og framhaldsksólakennarar óski eftir leikskólabyggingu.
Það hefur og er reyndar alltaf í umræðunni hvort það eigi að færa fimm ára börnin úr leikskólanum í grunnskólann. Ég hef alltaf verið andstæðingur þess og talið að umhverfið í grunnskólanum henti ekki þetta ungum börnum. Ég myndi reyndar vilja sjá það að börnin fari ekki úr leikskólaumhverfi fyrr en þau eru á áttunda ári, þá séu þau tilbúin að vera í því umhverfi sem grunnskólinn býður þeim. Það verður sennilega ekki á minni starfsævi sem það gerist.
Hér er samantekt á umræðunni sem Ingvi Hrannar gerði.
Sýnir færslur með efnisorðinu Twitter. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Twitter. Sýna allar færslur
9. janúar 2017
11. október 2015
Alþjóðlegur dagur kennara
Í tilefni af Alþjóðadegi kennara mánudaginn 5. október ákvað ég að gefa þeim sem fylgja mér á samfélagsmiðlum smá innsýn í starfið mitt. Sendi þannig inn reglulega yfir daginn myndir ásamt texta þar sem ég sagði frá því hvað ég var að fást við.
Fyrstu færsluna sendi ég inn á samfélagsmiðla rétt upp úr átta um morguninn. Þá var ég byrjuð að kenna. Fyrst á morgnanna stýri ég leikhópi þar sem lögð er áhersla á málþroska/læsi. Í leikhópnum nota ég yfirleitt alltaf iPad og þá smáforritið hennar Bryndísar Guðmunds talmeinafræðings Lærum og leikum með hljóðin.
Ég er afar ánægð með þetta smáforrit og sé miklar framfarir hjá börnunum mínum, sér í lagi þeim sem ekki hafa íslensku sem móðurmál.
Eftir smá kaffipásu tók við kennsla elstu barnanna. Þau koma alltaf til mín í upplýsingatækni einu sinni í viku. Ég er að gera tilraun með að kennna þeim í hóp fjórum í einu og legg þá áherslu á eitt smáforrit í senn. Við hófum vinnu við skemmtilegt verkefni í vikunni á undan. Börnin sömdu sögu og gerðu söguborð við hana. Í þessum tíma var því komið að því að útbúa persónur og leikendur í sögunni og einnig þá bakgrunna sem þau vilja nota við sögugerðina. Börnin eru að læra á smáforritið Pubbet Pals. Þau læra að útbúa eigin sögu alveg frá grunni. Þetta var alveg einstaklega skemmtileg kennslustund enda börnin afar hugmyndarík og klár. Þau nýttu vel efniviðinn sem var í boði og höfðu ákveðnar skoðanir á því hvernig þau vildu hafa söguna.
Eftir hádegisverð er komið að hvíld og bóklestri. Ég er svo heppin að fá að lesa fyrir nokkur elstu barnanna og valdi að byrja á bókinni Tröllagleði. Við lásum ca. 1/3 af henni og fórum svo í smáforrit sem heitir Froskaleikur og er eins og Lærum og leikum með hljóðin úr smiðju Bryndísar Guðmundsdóttur. Frábært forrit sem börnin eru afar spennt yfir því við erum svo lengi að fara í gegnum það allt. Höfum núna verið í þrjár vikur að vinna í því og erum ekki ennþá búin að komast í kastalann. Það styttist samt í það og þess vegna eru börnin afar spennt orðin.
Eftir hádegi tók svo aftur við vinna með elstu börnunum. Núna voru það aðrir tveir hópar sem komu í upplýsingatæknitíma.Eins og um morguninn þá vorum við að skapa persónur og leikendur, bakgrunna og æfa okkur í forritinu Pubbet Pals. Mikið rosalega hef ég gaman af því að vera með þeim í þessari vinnu. Börnin eru svo skemmtileg og hugmyndarík. Hægt er að fylgja okkur eftir hér.
Rétt fyrir kl. 16 hentist ég svo úr leikskólanum og náði rétt svo í tæka tíð á málþing um samfélagsmiðla sem haldið var í tilefni Alþjóðadags kennara á Grand Hótel. Þar voru mjög áhugaverð erindi flutt um notkun samfélagsmiðla í kennslu. Ég hélt áfram að senda inn myndir á samfélagsmiðla frá þessum viðburði. Hægt er að sjá og hlusta á erindin hér.
Það var eftirminnilegt þegar Ingvi Hrannar lét þrjá sjálfboðaliða tæma tannkremstúpu, sjampóbrúsa og raksápu. Hætti svo við í miðjum klíðum og bað fólkið um að taka efnið til baka. Það var auðvitað ekki hægt og svipurinn á þeim var óborganlegur. Þetta gerði hann til þess að sýna verklega fram á það hversu varkár við verðum að vera á samfélagsmiðlum. Það sem við skrifum og setjum á miðlana er ekki aftur tekið.
Alþjóðadag kennara endaði ég svo á því að útbúa Fréttabréf fyrir Faghóp um skapandi leikskólastarf. Í fyrsta sinn kom Fréttabréfið eingöngu út í rafrænu formi, áður hafði það verið útbúið í word og sent á Netið í pdf formi. Fréttabréfið útbjó ég í Tackk sem ég er afar ánægð með. Hentar ljómandi vel til þess að útbúa fréttabréf.
Fyrstu færsluna sendi ég inn á samfélagsmiðla rétt upp úr átta um morguninn. Þá var ég byrjuð að kenna. Fyrst á morgnanna stýri ég leikhópi þar sem lögð er áhersla á málþroska/læsi. Í leikhópnum nota ég yfirleitt alltaf iPad og þá smáforritið hennar Bryndísar Guðmunds talmeinafræðings Lærum og leikum með hljóðin.
Ég er afar ánægð með þetta smáforrit og sé miklar framfarir hjá börnunum mínum, sér í lagi þeim sem ekki hafa íslensku sem móðurmál.
Eftir smá kaffipásu tók við kennsla elstu barnanna. Þau koma alltaf til mín í upplýsingatækni einu sinni í viku. Ég er að gera tilraun með að kennna þeim í hóp fjórum í einu og legg þá áherslu á eitt smáforrit í senn. Við hófum vinnu við skemmtilegt verkefni í vikunni á undan. Börnin sömdu sögu og gerðu söguborð við hana. Í þessum tíma var því komið að því að útbúa persónur og leikendur í sögunni og einnig þá bakgrunna sem þau vilja nota við sögugerðina. Börnin eru að læra á smáforritið Pubbet Pals. Þau læra að útbúa eigin sögu alveg frá grunni. Þetta var alveg einstaklega skemmtileg kennslustund enda börnin afar hugmyndarík og klár. Þau nýttu vel efniviðinn sem var í boði og höfðu ákveðnar skoðanir á því hvernig þau vildu hafa söguna.
Eftir hádegi tók svo aftur við vinna með elstu börnunum. Núna voru það aðrir tveir hópar sem komu í upplýsingatæknitíma.Eins og um morguninn þá vorum við að skapa persónur og leikendur, bakgrunna og æfa okkur í forritinu Pubbet Pals. Mikið rosalega hef ég gaman af því að vera með þeim í þessari vinnu. Börnin eru svo skemmtileg og hugmyndarík. Hægt er að fylgja okkur eftir hér.
Rétt fyrir kl. 16 hentist ég svo úr leikskólanum og náði rétt svo í tæka tíð á málþing um samfélagsmiðla sem haldið var í tilefni Alþjóðadags kennara á Grand Hótel. Þar voru mjög áhugaverð erindi flutt um notkun samfélagsmiðla í kennslu. Ég hélt áfram að senda inn myndir á samfélagsmiðla frá þessum viðburði. Hægt er að sjá og hlusta á erindin hér.
Það var eftirminnilegt þegar Ingvi Hrannar lét þrjá sjálfboðaliða tæma tannkremstúpu, sjampóbrúsa og raksápu. Hætti svo við í miðjum klíðum og bað fólkið um að taka efnið til baka. Það var auðvitað ekki hægt og svipurinn á þeim var óborganlegur. Þetta gerði hann til þess að sýna verklega fram á það hversu varkár við verðum að vera á samfélagsmiðlum. Það sem við skrifum og setjum á miðlana er ekki aftur tekið.
Alþjóðadag kennara endaði ég svo á því að útbúa Fréttabréf fyrir Faghóp um skapandi leikskólastarf. Í fyrsta sinn kom Fréttabréfið eingöngu út í rafrænu formi, áður hafði það verið útbúið í word og sent á Netið í pdf formi. Fréttabréfið útbjó ég í Tackk sem ég er afar ánægð með. Hentar ljómandi vel til þess að útbúa fréttabréf.
20. september 2015
Menntaspjall um karla í kennslu
Í morgun tók ég þátt í fjörugu menntaspjalli á Twitter. Það voru óvenju margir karlkennarar mættir til leiks og vonandi eru þeir komnir til að vera. Gátan var að sjálfsögðu ekki leyst í svona stuttu spjalli, en það komu fram margir áhugaverðir vinklar í umræðunni. Föstudaginn 9. október stendur FL og FSL fyrir morgunverðarfundi ásamt samstarfsaðilum um þetta efni Karlar í yngri barna kennslu - hvað ætlar þú að gera? Við vonum að það verði fjölmennt, en fundurinn er í og með haldinn til þess að vekja athygli á ráðstefnu sem við verðum einnig með föstudaginn 12. febrúar 2016.
Hér má sjá samantekt umræðunnar í morgun.
Hér má sjá samantekt umræðunnar í morgun.
7. september 2015
Menntaspjall um sköpun í skólastarfi
Ég tók þátt í Menntaspjalli á Twitter í gær. Magnað hvað það eru margir kennarar til í að eyða frítíma sínum á sunnudegi í spjall um skólastarf. Sé það nú ekki alveg fyrir mér að margar aðrar stéttir myndu gera það sama, en hver veit.
Að þessu sinni var umfjöllunarefnið sköpun í skólastarfi og komu fram mörg sjónarmið, en almennt fannst mér á fólki að þessi mál væru í þokkalegu fari. Allavega voru þátttakendur jákvæðir og sammála um mikilvægi list- og verkgreina í skólum. Helst var að heyra (eða lesa) að það vantaði meiri samþættingu námsgreina í grunnskólanum, en það er ekki í fyrsta sinn sem ég heyri það. Flestir voru sammála um mikilvægi þekkingar og færni þeirra kennara sem hafa menntað sig á sviði list- og verkgreina og þess að aðrir kennarar þurfi að njóta þekkingar þeirra. Ég er á því að það eigi að vera til "sköpunartorg" alveg eins og UT torg, tungumálatorg og fl.
Það er spurning hvort Menntamiðja komi ekki til með að þróast áfram og taki þetta verkefni að sér.
Hér má sjá samantekt viðræðananna.
Að þessu sinni var umfjöllunarefnið sköpun í skólastarfi og komu fram mörg sjónarmið, en almennt fannst mér á fólki að þessi mál væru í þokkalegu fari. Allavega voru þátttakendur jákvæðir og sammála um mikilvægi list- og verkgreina í skólum. Helst var að heyra (eða lesa) að það vantaði meiri samþættingu námsgreina í grunnskólanum, en það er ekki í fyrsta sinn sem ég heyri það. Flestir voru sammála um mikilvægi þekkingar og færni þeirra kennara sem hafa menntað sig á sviði list- og verkgreina og þess að aðrir kennarar þurfi að njóta þekkingar þeirra. Ég er á því að það eigi að vera til "sköpunartorg" alveg eins og UT torg, tungumálatorg og fl.
Það er spurning hvort Menntamiðja komi ekki til með að þróast áfram og taki þetta verkefni að sér.
Hér má sjá samantekt viðræðananna.
12. ágúst 2015
Vinnustofa með Bart Verswijel
Í gær tók ég þátt í vinnustofu ásamt félögum mínum í Samspil 2015. Vinnustofan var reyndar auglýst sem eTwinning vinnustofa með Bart Verswijel. Bart kom nú ekki mikið inn á eTwinning öðruvísi en að vísa til þess að öll verkfærin sem hann kynnti er hægt að nýta í eTwinningverkefnum.
Bart fór víða og máttum við hafa okkur öll við að fylgja honum eftir. Ég var einmitt að rifja upp daginn og finnst alveg ótrúlegt hvað hann komst yfir að kynna mörg verkfæri fyrir okkur.
Því miður þá er þarna ansi margt sem ég sé ekki að nýtist okkur með börnunum í leikskólanum. Ætla samt ekki að fullyrða það að svo stöddu því oft er það þannig að það sem virðist alls ekki passa reynist svo bara hið besta tól.
Hér er að finna yfirlit yfir þau verkfæri sem Bart fór í, en mig langar til þess að fjalla hér sérstaklega um nokkur verkfæri sem mér finnst sniðug og hef verið að nota eða ætla að nota í framtíðinni.
Bitly sýnist mér vera sniðugt tól. Bart segist nota það mikið sérstaklega þegar hann er að kenna í vinnustofum eins og þeirri sem við vorum á. Bitly einfaldar manni að útbúa vefslóðir sem maður vill benda fólki á. Oft er það þannig að áhugavert efni á vef hefur svo langa vefslóð (URL) að það tekur fólk langan tíma að skrifa þær, ef það er þá bara hægt. Bitly auðveldar þetta mjög mikið. Það er einfalt að læra á Bitly og hægt að úbúa eigin reikning og flokka vefslóðir á auðveldan hátt. Hér má sjá dæmi sem hann Bart notaði í kennslunni:
bit.ly/visitcity - Sticky Moose
bit.ly/favorvity - Answer Garden
bit.ly/countrysong - Padlet
Spurningarleikir eru sívinsælir og Bart benti okkur á þrjú verkfæri til þess að útbúa slíka leiki. Við höfðum áður fengið kynningu á þeim, en af þessum þrem verkfærum, Socrative, Mentimeter og Kahoot (to create: getkahoot.com) sem nefnd voru finnst mér Kahoot skemmtilegast. Ég hef áður fjallað um það verkfæri hér á blogginu mínu. Kahoot er
að mínu mati einfaldast til þess að útbúa skemmtilega spurningarleiki.
Það er mun sjónrænna og því heppilegra fyrir t.d. ung börn. Börnunum í
leikskólanum þykir mjög gaman að fara í svona spurningarleiki.
Jigsaw Planet er verkfæri sem gaman verður að nota með leikskólabörnunum. Hægt er að setja inn í það eigin myndir og nota það eins og Bart gerði til þess að senda ákveðin skilaboð. Þannig birtast skilaboðin þegar púslunninni er lokið. Skemmtilegt verkfæri sem ég sjálf gleymdi mér aðeins í.
Bart fór yfir nokkur verkfæri sem hægt er að nýta í tengslum við Twitter. Þetta eru allt verkfæri sem geta nýst kennurunum sjálfum til gamans og gagns. Eitt af þeim verkfærum er Tweetdeck sem ég hef notað og finnst algjör snilld. Með því getur maður fylgst með ákveðnum umræðum (# hastag) sem í gangi eru.
Bart fór víða og máttum við hafa okkur öll við að fylgja honum eftir. Ég var einmitt að rifja upp daginn og finnst alveg ótrúlegt hvað hann komst yfir að kynna mörg verkfæri fyrir okkur.
Því miður þá er þarna ansi margt sem ég sé ekki að nýtist okkur með börnunum í leikskólanum. Ætla samt ekki að fullyrða það að svo stöddu því oft er það þannig að það sem virðist alls ekki passa reynist svo bara hið besta tól.
Hér er að finna yfirlit yfir þau verkfæri sem Bart fór í, en mig langar til þess að fjalla hér sérstaklega um nokkur verkfæri sem mér finnst sniðug og hef verið að nota eða ætla að nota í framtíðinni.
Bitly sýnist mér vera sniðugt tól. Bart segist nota það mikið sérstaklega þegar hann er að kenna í vinnustofum eins og þeirri sem við vorum á. Bitly einfaldar manni að útbúa vefslóðir sem maður vill benda fólki á. Oft er það þannig að áhugavert efni á vef hefur svo langa vefslóð (URL) að það tekur fólk langan tíma að skrifa þær, ef það er þá bara hægt. Bitly auðveldar þetta mjög mikið. Það er einfalt að læra á Bitly og hægt að úbúa eigin reikning og flokka vefslóðir á auðveldan hátt. Hér má sjá dæmi sem hann Bart notaði í kennslunni:
bit.ly/visitcity - Sticky Moose
bit.ly/favorvity - Answer Garden
bit.ly/countrysong - Padlet
Jigsaw Planet er verkfæri sem gaman verður að nota með leikskólabörnunum. Hægt er að setja inn í það eigin myndir og nota það eins og Bart gerði til þess að senda ákveðin skilaboð. Þannig birtast skilaboðin þegar púslunninni er lokið. Skemmtilegt verkfæri sem ég sjálf gleymdi mér aðeins í.
Bart fór yfir nokkur verkfæri sem hægt er að nýta í tengslum við Twitter. Þetta eru allt verkfæri sem geta nýst kennurunum sjálfum til gamans og gagns. Eitt af þeim verkfærum er Tweetdeck sem ég hef notað og finnst algjör snilld. Með því getur maður fylgst með ákveðnum umræðum (# hastag) sem í gangi eru.
10. maí 2015
Menntaspjall - Samstarf atvinnulífs og skóla
Í morgun var #menntaspjall á dagskrá á Twitter. Að þessu sinni var umræðuefnið samstarf atvinnulífs og skóla. Það voru fjörugar umræður að vanda sem Katrín Dóra Þorsteinsdóttir sá um að stjórna af mikilli röggsemi. Það var greinilegt að samstarfsfletir milli skóla og atvinnulífsins liggja víða.
Ég gat að vísu aðeins talað út frá leikskólanum og við höfum á margan hátt nýtt okkur fyrirtæki og stofnanir til þess að auðga nám barnanna. Við höfum bæði farið í heimsóknir til foreldra og fengið þá til okkar til þess að segja börnunum frá starfi sínu. Svo höfum við alltaf að einhverju leiti nýtt okkur vettvangsheimsóknir í fyrirtæki í tengslum við ákveðin þemu sem eru í gangi.
Ég man eftir því í "gamla daga" hvað hann Finnur í fiskbúðinni á Smiðjuveginum var duglegur að aðstoða okkur í leikskólanum Efstahjalla þegar við vorum að vinna með þemað fiskur. Finnur safnaði mörgum fisktegundum og kröbbum og kallaði svo í okkur svo börnin fengju að skoða fjölbreyttar tegundir af fiski. Við fórum svo alltaf með einhver sýnishorn með okkur í leikskólann. Einu sinni krufum við ýsu af því börnin vildu fá að sjá inn í hana. Börnin lærðu þannig ýmislegt um líffæri fiska. Margt sem kom þeim á óvart þá, en lyktin var víst ekki alltaf vinsæl og ég varð stundum að henda út skeljum og kröbbum vegna kvartana frá samstarfsfólki og öðrum sem ekkert vit höfðu á sjávarfangi. En það er nú önnur saga.
Hér er samantekt Ingva Hrannars á menntaspjalli dagsins.
Ég gat að vísu aðeins talað út frá leikskólanum og við höfum á margan hátt nýtt okkur fyrirtæki og stofnanir til þess að auðga nám barnanna. Við höfum bæði farið í heimsóknir til foreldra og fengið þá til okkar til þess að segja börnunum frá starfi sínu. Svo höfum við alltaf að einhverju leiti nýtt okkur vettvangsheimsóknir í fyrirtæki í tengslum við ákveðin þemu sem eru í gangi.
Ég man eftir því í "gamla daga" hvað hann Finnur í fiskbúðinni á Smiðjuveginum var duglegur að aðstoða okkur í leikskólanum Efstahjalla þegar við vorum að vinna með þemað fiskur. Finnur safnaði mörgum fisktegundum og kröbbum og kallaði svo í okkur svo börnin fengju að skoða fjölbreyttar tegundir af fiski. Við fórum svo alltaf með einhver sýnishorn með okkur í leikskólann. Einu sinni krufum við ýsu af því börnin vildu fá að sjá inn í hana. Börnin lærðu þannig ýmislegt um líffæri fiska. Margt sem kom þeim á óvart þá, en lyktin var víst ekki alltaf vinsæl og ég varð stundum að henda út skeljum og kröbbum vegna kvartana frá samstarfsfólki og öðrum sem ekkert vit höfðu á sjávarfangi. En það er nú önnur saga.
Hér er samantekt Ingva Hrannars á menntaspjalli dagsins.
27. apríl 2015
Menntaspjall á Twitter
Það var mikið fjör á Twitter #menntaspjall (inu) í gær. Man bara ekki eftir svo fjölmennu spjalli áður. Frábært hvað kennarar eru duglegir að leggja það á sig á sunnudagsmorgni að taka þátt í spjalli með kollegum sínum.
Í þetta sinn var ekkert ákveðið þema í gangi, heldur var leitað eftir spurningum hjá öllum fyrir laugardagssíðdegið og svo völdu þeir Tryggvi og Ingvi Hrannar umsjónarmenn menntaspjallsins úr spurningunum. Yfirskriftin að þessu sinni var því „Úr öllum áttum“. Hér má sjá samantekt Ingva Hrannars á því sem fram fór.
Í þetta sinn var ekkert ákveðið þema í gangi, heldur var leitað eftir spurningum hjá öllum fyrir laugardagssíðdegið og svo völdu þeir Tryggvi og Ingvi Hrannar umsjónarmenn menntaspjallsins úr spurningunum. Yfirskriftin að þessu sinni var því „Úr öllum áttum“. Hér má sjá samantekt Ingva Hrannars á því sem fram fór.
14. apríl 2015
Lærum saman
Í gær bauð ég heim til mín leikskólakennurum sem eru með mér í Samspil 2015 til þess að „læra saman“.
Við áttum saman gott síðdegi þar skiptumst á ýmsum upplýsingum, skoðunum og aðstoðuðum hvor aðra. Við skoðuðum m.a. hvaða form væri heppilegt sem ferilmappa í Samspil 2015.
Við skoðuðum vel Twitter og ræddum um notagildi samfélagmiðla í leikskólum. Bjarndís sem var með okkur og benti okkur á mjög sniðugt verkfæri til þess að auðvelda yfirsýn í Tvitter. Það er vefurinn Tweet Deck.
Við áttum saman gott síðdegi þar skiptumst á ýmsum upplýsingum, skoðunum og aðstoðuðum hvor aðra. Við skoðuðum m.a. hvaða form væri heppilegt sem ferilmappa í Samspil 2015.
Við skoðuðum vel Twitter og ræddum um notagildi samfélagmiðla í leikskólum. Bjarndís sem var með okkur og benti okkur á mjög sniðugt verkfæri til þess að auðvelda yfirsýn í Tvitter. Það er vefurinn Tweet Deck.
12. apríl 2015
Menntaspjall - Samstarf skólastiga
Í dag var #menntaspjall á Twitter sem ég tók að mér að stjórna. Ingvi Hrannar tók saman umræðurnar svo hægt er að skoða þær hér.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)