22. mars 2015

PowToon

Eitt af þeim veftólum sem við ræddum um á námskeiðinu s.l. mánudag var PowToon. Ég hef aðeins leikið mér með þetta skjákynningarkerfi, en hef hugsað mér að gera meira af því í framtíðinni. Ég sé það alveg fyrir mér að elstu börnin í leikskólanum geti haft gaman af því að búa til sögur með þessu kerfi. Sjálf ákvað ég að nýta mér kerfið á föstudaginn. Þannig er að ég þurfti að flytja stutt erindi um starfsáætlun FL og í stað þess að fara með þurrar staðreyndir og sýna venjubundnar skjámyndir í Power Point þá ákvað ég að útbúa smá myndband með PowToon.
Hana má sjá hér og gerði bara sýningin mikla lukku.
https://www.powtoon.com/show/cPrvEYhprSE/nsta-starfsar-2015-2016/

Engin ummæli: