17. september 2015

Upplýsingatækni í leikskólanum

Jæja, nú hef ég fylgt eftir kennsluáætluninni sem ég útbjó fyrir elstu börnin í leikskólanum. Eins og ég hef áður komið inn á hér í blogginu mínu þá ákvað ég að gera tilraun í vetur með að kenna þeim sérstaklega að nota ákveðin smáforrit einu sinni í viku. Þetta eru allt smáforrit sem krefjast skapandi hugsunar og samvinnu barnanna.
Ég hef vikulega sett in fréttir fá vinnunni og geta lesendur fylgst með hér á heimasíðu Lundar. Ég ákvað að hafa myndaalbúmið sem tengist kennslunni opið þannig að allir geti fylgst með og kannski lært eitthvað af því sem við erum að gera.
Það hefur komið mér á óvart hversu vel hefur gengið. Börnin eru alveg ótrúlega áhugasöm og námsfús. Þau hafa af þessu líka mikla ánægju og það hefur verið frábært að sjá hversu mikið þeim fer fram.
Mig langar að nefna eitt dæmi, en þannig er að það er eitt barn í hópnum (þau eru þrjú í hópnum) sem hefur annað móðurmál en íslensku. Barnið hefur verið frekar þögult í leikskólanum og er í verunni einnig mjög hlédrægt. Strax í fyrstu tímunum fór ég að taka eftir því að það tók virkan þátt í því að tala inn á í forritinu Chatter Pix. Síðustu tvær vikur höfum við svo verið að vinna í smáforritinu Pubbet Pals og barnið er bókstaflega að blómstra. Það talar og talar fyrir brúðurnar og segir mjög skemmtilega frá. Það skemmtilega við þetta er ekki hvað síst hvað barnið kemur vinum sínum mikið á óvart. Þau hafa orð á því hvað barnið sé skemmtilegt. Börnin eru greinilega að sjá alveg nýja hlið á barninu.
Hér er smá sýnishorn af því sem er að gerast í upplýsingatæknikennslustund hjá okkur.


IMG_3131

Engin ummæli: