2. október 2015

Skólaþing 8. deildar FL og FSL á Selfossi

Ég var í dag með vinnustofu á skólaþingi á Selfossi. Þetta var einhver fjölmennasta vinnustofa sem ég hef verið með. Gekk alveg ótrúlega vel, enda þátttakendur afar áhugasamir og með á nótunum. Markmiðið með vinnustofunni var m.a. að þátttakendur yfirvinni óöryggi sitt í að nota iPadinn í leikskólanum. Það er nefnilega þannig að í mörgum leikskólum liggur iPadinn upp í hillu og enginn finnur not fyrir hann. Ég lagði áherslu á að þátttakendur setji sér markmið með notkun hans og bæti honum inn í það góða starf sem fyrir er í leikskólanum. Svo kenndi ég þeim á fjögur mjög góð smáforrit. Þátttakendur fengu góðan tíma til þess að æfa sig í öppunum og markmiðið var að þeir gætu strax á mánudeginum farið í leikskólann og byrjað að vinna með börnunum í iPadinum. Öll smáforritin eru þannig gerðar að þau ýta undir sköpun og ímyndunarafl barnanna og eru læsishvetjandi um leið. Smáforritin sem ég kenndi þeim á eru:

Book Creator

Chatter Pix

Little Story Creator

Pubbet Pals
























Engin ummæli: