22. janúar 2017

#menntaspjall um áskoranir fyrir framtíð menntunar

Í morgun tók ég þátt í #menntaspjalli á Twitter um áskoranir í menntun með tilliti til framtíðarinnar og sérstaklega hvað þurfi, eða eigi, að kenna í skólum og hverju megi sleppa. Jón Torfi Jónasson var stjórnandi umræðunnar. Þetta voru að vanda áhugaverðar umræður og mér finnst alveg frábært og faglega uppörvandi að taka þátt í því faglega umhverfi sem þetta #menntaspjall er. Þarna hittast kennarar á öllum skólastigum og ræða saman á jafningjagrunni allt mögulegt sem tengist menntun og skólastarfi. Hér má sjá samantekt Ingva Hrannars á umræðu morgunsins. 
Hér er að finna nýlega grein Jóns Torfa sem ætluð var til þess að undirbúa umræðurnar. Jón Torfi setti einnig inn krækju á myndband um hugleiðingar Gert Biesta. Þær fjalla um það hvað mun skipta máli í menntun í framtíðinni.
Þessi spakmæli birtust í #menntaspjall dagsins.


Engin ummæli: