Í dag hef ég verið að laga og bæta við heimasíðuna mína. Það er eins gott að vera dugleg ef það á að nást að skila tímanlega þeim verkefnum sem vinna á í þessum mánuði. Ég var ekki í vandræðum með að búa til vefrallý, en það er sennilega hvað auðveldast af þessum verkefnum sem við eigum að vinna. Ég er nú líka svo lánsöm að hafa mér við hlið fimm ára frænda minn sem er mjög áhugasamur um húsdýravefinn. Segja má að hann hafi aðstoðað mig heil mikið við að finna út hvað börnum á þessum aldri finnst áhugavert á þessum vef. Tæknisagan er einnig tilbúin að ég held. Var samt að spá í hvort það er skynsamlegt að skrifa svona hvað til er í húsinu. Eru þetta ekki bara greinagóðar upplýsingar fyrir þjófa og ræningja, eins gott að þjófavarnarkerfið virki.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli