8. júní 2005

Á Spáni

Nú eru vid Linda, Sólveig og ég komin á áfangastad. Rádstefnan hófs í gaer og vid byrjadar ad medtaka UT upplýsingar frá hinum og tessum stodum í veroldinni. Dagskráin er rosalega tétt. Vid erum á alveg ágaetu hóteli og lídur vel. Tad er alveg rosalega heitt fer yfir 40 stig á daginn og nidur í 37 seint á kvoldin. Í morgun hlustudum vid á fólk skýra frá mimunandi leidum sem farnar eru í dreifnámi. Svo sem ekkert nýtt sem vid hofum heyrt, Spánverjar eru ekki komnir jafn langt í taekninni og vid Íslendingar. Teir eru líka svolítid ad reyna ad finna hjólid upp aftur. Á morgun eigum vid ad flytja okkar erindi kl 19.15 vonandi verdur einhver enn til tess ad hlusta á okkur.
Kaer kvedja frá Spáni.

2. júní 2005

Skóladagar

Í dag og á morgun verð ég í staðbundnum lotum í KHÍ. Í dag var það menntun, miðlun, samfélag og á morgun fjarnám og kennsla. Ég verð alltaf svo þreytt að sitja svona kyrr lengi í einu, er óvön því, í vinnunni er enginn tími til að sitja. Við vorum að ræða mikið um væntanleg verkefni og fleira áhugavert varðandi miðlun. Við vorum í síðustu viku að vinna að miðlunarverkefni í leikskólanum Furugrund. Börnin voru búin að búa til tröllasögur í vetur í þemavinnu. Með minni aðstoð settu þau sögurnar út á veraldarvefinn. Þetta var alveg nýtt og mjög spennandi fyrir þau. Í fyrstu voru þau sum hrædd um að tölvan myndi gleypa myndina og ekki skila henni aftur. Þeim fannst líka rosalega spennandi að tala í hljóðnema. Þau voru mjög áhugasöm og forvitin um hvernig virkilega sagan gæti verið í tölvunni og allir í heiminum gæti skoðað. Kallaði það á mikla umræðu um veraldarvefinn. Sum þeirra voru að heyra um veraldarvefinn í fyrsta sinn, héldu að það væri ekki hægt að hafa það sama í tölvunni í leikskólanum og heima.