9. júní 2015

Pubbet Pals

Í morgun var ég að vinna með nokkrum börnum í smáforritinu Pubbet Pals. Ég var að kenna þeim að útbúa persónur og bakgrunna til þess að nota í forritinu.
Í iPadinum voru fullt af myndum frá því þau höfðu heimsótt Þjóðminjasafnið í vikunni áður. Fljótlega byrjuðu börnin að nýta myndir af þeim sjálfum ásamt ljósmyndum úr ferðinni þannig að úr varð skemmtileg frásögn frá safnaferðinni. Þannig gengu þau um safnið og sögðu frá því sem fyrir augu bar. Frábær hugmynd hjá þeim og úr varð skemmtilegt myndband með frásögnum þeirra úr ferðinni á Þjóðmynjasafnið. Set inn myndbandið síðar.

1. júní 2015

Björgun

Börnin héldu áfram að æfa sig í hreyfimyndagerð í dag. Ég sé að því oftar því betra, þau eru fljót að ná tökum á tækninni við þetta.
Núna vildu þau fá að nota kubba til þess að leika í myndinni. Ákveðin í að myndin fjallaði um björgun. Mér sýnist að þau séu að endurgera fræga bíómynd þar sem drengur var með tígrisdýri á báti úti á sjó.  Allavega hér má sjá afraksturinn.