16. febrúar 2005
Hratt líður stund
Vá!! allt í einu er ég búin að vera í fjóra klukkutíma í tölvunni. Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur gleymt sér. Ég er búin að gera bloggið mitt voða fínt með myndasýningu og alles. Þökk sé Eyþóri. Ég er mikið búin að vera að skoða og breyta útliti heimasíðunnar, en einhvernveginn enda ég alltaf á því að hafa hana svo til óbreytta. Veit eiginlega ekkert hverju ég ætti að breyta. Mig langar alveg rosalega að gera svona hnappa eins og eru á fyrirtækjasíðum. Svona hnapp sem hefur undirhnappa. Skilur einhver hvað ég er að meina. Þá er eins og ef maður fer yfir hnapp sem heitir t.d. krækjur, þá birtist listi með mörgum hnöppum/krækjum undir. Ef einhver kann að gera svona hnappa þá væri gaman að fá að læra það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sæl bæði tvo.
Við erum fín saman. Jú Eyþór við getum hjálpast að við að finna út úr þessu. Ég er búin að skrá mig inn á http://www.bravenet.com/ þar sá ég einmitt eitthvað þessu líkt. Nú gildir bara að láta vaða, vera óhrædd við að prófa sig áfram. Ég sendi Ásdísi templetið svo hún geti gert fínt hjá sér bloggið. Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við!!!
Kær kveðja frá Kópavogi
Fjóla
Skrifa ummæli