15. mars 2005

Macromedia Captivate

Jæja, ég ákvað að búa til mjög einfaldar leiðbeiningar um það hvernig á að vinna með Macromedia Captivate. Ég er nú reyndar alltaf að finna út nýja hluti í þessu forriti. Það er hægt að láta það vinna með öðrum forritum á margan hátt. En ég ætlaði reyndar ekki að fara að flækja málið fyrir einhverjum hér. Sem sagt hér eru leiðbeiningarnar.
Ég er búin að vera að rannsaka netnotkun unglinga, mikið svakalega er erfitt að kóða athugunanirnar sem ég gerði. Er ég að gera þetta of flókið? Kannski, veit ekki. Það er mikið að gera hjá mér bæði í vinnu og heima svo ég verð að sæta lagi að vinna að skólaverkefnunum. Erfitt að vera ekki kennari í grunnskóla, ég verð að grípa alla unglinga sem koma í heimsókn til þess að rannsaka netnotkunina. Verst að nú er einn unglingurinn í hópnum kominn með bílpróf og það kemst ekkert annað að en að rúnta út um borg og bý. Kannski er það bara jákvætt, þeir verða þá ekki netfíklar á meðan.




Engin ummæli: