15. mars 2005

Macromedia Captivate

Jæja, ég ákvað að búa til mjög einfaldar leiðbeiningar um það hvernig á að vinna með Macromedia Captivate. Ég er nú reyndar alltaf að finna út nýja hluti í þessu forriti. Það er hægt að láta það vinna með öðrum forritum á margan hátt. En ég ætlaði reyndar ekki að fara að flækja málið fyrir einhverjum hér. Sem sagt hér eru leiðbeiningarnar.
Ég er búin að vera að rannsaka netnotkun unglinga, mikið svakalega er erfitt að kóða athugunanirnar sem ég gerði. Er ég að gera þetta of flókið? Kannski, veit ekki. Það er mikið að gera hjá mér bæði í vinnu og heima svo ég verð að sæta lagi að vinna að skólaverkefnunum. Erfitt að vera ekki kennari í grunnskóla, ég verð að grípa alla unglinga sem koma í heimsókn til þess að rannsaka netnotkunina. Verst að nú er einn unglingurinn í hópnum kominn með bílpróf og það kemst ekkert annað að en að rúnta út um borg og bý. Kannski er það bara jákvætt, þeir verða þá ekki netfíklar á meðan.




3 ummæli:

Eyþór Benediktsson sagði...

Þetta var gagnlegt, Fjóla. Ég var ekkert farinn að skoða Captivate en sé með þessum leiðbeiningum þínum að þetta er tiltölulega einfalt mál. Takk fyrir mig.

Kv.
Eyþór

Ásdís sagði...

Fjóla, þú býrð yfir náðargáfu!!
Getur endurgert, sagt og kennt það sem þú nemur sjálf. Ég get örugglega gert þetta eftir þínum frábæru leiðbeiningum, en örugglega ekki kennt það öðrum eða gert aftur án aðstoðar. Svona er þetta nú misjafnt.
Hver er munurinn á DELLU og FÍKN?
Hvort er skárra, netdella eða bílafíkn?
Kvá.

Kristrún sagði...

Sæl Fjóla
Fínar þessar leiðbeiningar hjá þér .
Ég held næstum að ég gæti farið eftir þeim Þ.e. a. s.ef ég kemst svo langt!!
Takk fyrir jákvæð komment á ljósmyndasöguna Ég var nokkuð lukkuleg með hana.
Jú það er rétt hjá þér ég hef verið og er einhvern veginn stökk í sérkennslunni. En ég er smíðakennari!!!! og hef verið að taka hér kúrsa í eca mér til gagns og gleði.
Kveðja
Kristrún