Það er fylgni á milli fjölda blogga og afkasta í námi þessa vikuna. Þ.e.a.s. mikið að læra minni tími til að blogga. Svona tala ég orðið dags daglega, er ekki sagt að þekking festist í minni með því að á hana sé reynt. Aðferðafræðin er töff, ég er að reyna að vera í Pollýönuleik og líta á björtu hliðarnar. Ég var t.d. sett í hópavinnu þessa vikuna og þegar á reyndi vorum við tvær eftir í hópnum. Hópavinnan varð því einstaklega auðveld við Gréta Mjöll köstuðum á milli okkar umsögn um rannsóknargrein og hiss-bang verkefnið varð til á met tíma. Svo eigum við að tala viðtal og það verður ekki vandamál að finna einhvern til þess að tala við sig.
Verkefnin á námskeiðinu Tölvur með fötluðum verða til samhliða vafri á netinu. Við erum að fá aðgang hjá kennaranum að ýmsu áhugaverðu efni. Eins og vanalega "dett ég í það" á netinu. Þannig verður til samsafn af mörgum krækjum sem við erum að skoða. Alveg ótrúlegt hvað það er til mikið af efni á þessum veraldarvef.
Af öðru er allt gott að frétta. Við njótum þess að halda okkur innan dyra í skammdeginu. Kúrum upp í sófa eða sláumst um tölvuna. Það hefur verið gestkvæmt hjá okkur undanfarið og er það fínt. Allt gengur vel hjá Hrafni í Frans, hann er farinn að hlakka til að hitta mömmu í desember. Skrítið hvað fjarlægðin gerir alltaf fjöllin blá. Annars er hann á skypinu alla daga svo við spjöllum að ég held meira núna en þegar hann er heima.