30. mars 2015

Páskakveðja með PowToon

Í morgun ákvað ég að prófa hvort börnin í leikskólanum hefðu gaman af því að vinna í forritinu PowToon. Ég gaf þeim upp þemað, það væru að koma páskar hvort þau vildu ekki senda lesendum heimasíðu leikskólans páskakveðju.
Þau voru til í það og byrjuðu strax að skipuleggja sig. Það kom mér á óvart að þau vildu hvort um sig fá að gera sína síðu. Svo þegar eitt þeirra fann eitthvað sniðugt þá vildu hin fá að bæta svipuðu inn á sína. Þau höfðu greinilega mjög gaman af þessari vinnu og árangurinn var líka eftir því. Hér má sjá kveðjuna á heimasíðu leikskólans og hér er mynd af okkur að vinna.
Engin ummæli: