Hér má svo sá afraksturinn:
9. apríl 2015
ChatterPix Kids
Það var fjör á Lundi í Álfaheiði í morgun. Við vorum að prófa nýtt smáforrit í iPadinum sem heitir ChatterPix Kids. Börnunum fannst þetta algerlega frábært smáforrit og það var mikið hlegið. Þau geta tekið ljósmyndir eða teiknað myndir og tekið ljósmyndir af þeim. Síðan er hægt að teikna munn á það sem er á teikningunni og tala inn á. Þegar því er lokið þá er hægt að skreyta myndina að vild með ýmsum smámyndum, breyta litasamsetningum, gera ramma og fl. Myndin vistast svo í myndagallerí, en það er líka hægt að senda (export) hana sem myndband inn í myndaalbúm iPadsins.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli