27. apríl 2015

Máttur samfélagsmiðla

Þema aprílmánaðar í Samspil 2015 er Samfélagsmiðlar. Ég hlustaði um daginn á fyrirlestur Svövu Pétursdóttur um samfélagsmiðla og hvernig hægt er að nýta þá í kennslu. Mjög áhugavert erindi hjá henni og svo skemmdi ekki fyrir að við þátttakendur í útsendingunni fengum að vera nokkuð með. Mér finnst alltaf gaman þegar tæknin er nýtt á skemmtilegan hátt.

Í morgun var frétt á Vísi um það hvernig íslenskir foreldrar fundu son sinn í Nepal í gær. Þau höfðu áhyggjur af honum eðlilega vegna þess að mikill jarðskjálfti reið yfir stutt frá því sem þau töldu hann vera á ferð. Það er frábært hvert tæknin hefur leitt okkur og sjá hve máttur samfélagsmiðlanna er orðinn mikill í daglegu lífi fólks.

Engin ummæli: