Nú fer ég að fara í sumarfrí og leikskólinn lokar eftir viku. Ég var að ræða við tvær stúlkur um það hvað þær ætla að gera í fríinu og þá komu þær með þá hugmynd að við myndum setja sumarkveðju á heimasíðu leikskólans eins og við gerðum þegar kom að páskafríinu. Það kom mér á óvart hvaða forrit þær vildu velja til þess að útbúa kveðjuna, af því að við höfum verið mikið undanfarið að vinna með StopMotion forritið þá hélt ég að þær myndu velja það, en aldeilis ekki þær vildu senda kveðju með Chatter Pix.
Hér er kveðjan