9. janúar 2017

#menntaspjall

Ég var svo óheppin að geta ekki tekið þátt í #menntaspjall á Twitter í gær. Umræðuefnið var skólahúsnæði. Það var ángæjulegt að lesa yfir umræðuþráðinn eftir spjallið. Ég get ekki betur séð en að þeir sem tóku þátt, sem flestir eru grunn- og framhaldsksólakennarar óski eftir leikskólabyggingu.

Það hefur og er reyndar alltaf í umræðunni hvort það eigi að færa fimm ára börnin úr leikskólanum í grunnskólann. Ég hef alltaf verið andstæðingur þess og talið að umhverfið í grunnskólanum henti ekki þetta ungum börnum. Ég myndi reyndar vilja sjá það að börnin fari ekki úr leikskólaumhverfi fyrr en þau eru á áttunda ári, þá séu þau tilbúin að vera í því umhverfi sem grunnskólinn býður þeim. Það verður sennilega ekki á minni starfsævi sem það gerist.
Hér er samantekt á umræðunni sem Ingvi Hrannar gerði.

Engin ummæli: