22. janúar 2005

Vefleiðangur

Nú hef ég bætt vefleiðangri: http://nemendur.khi.is/fjolthor/vefleidangur.htm inn á heimasíðuna mína. Ég hef auðvitað aldrei gert svona lagað áður, en vona að þetta virki. Ég leitaði eftir hugmyndum hjá samkennurum mínum og þeir bentu mér á að gera verkefni fyrir þá. Ég er að reyna að verða við því með þessum vefleiðangri. Vonandi gefa þeir sér tíma til þess að skoða verkefnið og kannski að vinna eitthvað í framhaldi af því með börnunum. Í dag hefur annars verið gestkvæmt hjá mér svo ég hef farið reglulega frá tölvunni til þess að sinna þeim. Það er fínt því annars væri ég komin með alvarlega verki í axlirnar. Það er nefnilega þannig að maður gæti endalaust verið að vinna í tölvunni. Ég er að hugsa um að láta útlit síðunnar bíða svolítið og einbeita mér frekar að þeim verkefnum sem ég á að skila um næstu mánaðarmót. Ég prufaði að fikta svolítið í útlitinu og komst að því að það er svo tímafrekt að mér féllust hendur.

Engin ummæli: