26. janúar 2005

Óæskilegur póstur

Ég var svo glöð í síðustu viku vegna þess að það kom ekki svo mikill ruslpóstur inn um bréfalúuna. Jólavertíðin var búin , útsöluvertíðin var búin og ég hélt að næsta vertíð væri ekki fyrr en rétt fyrir páska. Nei það reyndist ekki rétt hjá mér. Haldiði að það berist ekki á hverjum degi þessa vikuna póstur sem sérmerktur er okkur hjónum. Stundum er um að ræða nokkuð falleg og áhugaverð umslög, svo bréfin eru tekin upp í eldhúsinu (ekki við ruslatunnuna eins og oftast ef um ruslpóst er að ræða). Hvað er svo í þessum umslögum. Flest byrja bréfin á þessa leið: "Ágætu foreldrar!" og svo kemur: "Þegar ferming er í nánd........" Alveg gæti ég gubbað yfir þessu...... Nú erum við sem sagt orðinn alveg sérstakur markhópur: Foreldrar og fermingarbarn. Ég spyr nú bara hver er að ráðleggja þessu fólki í markaðssetningu, ég kem aldrei til með að versla við fólk sem sendir mér svona rusl-sníkju-frekju-leiðindapóst.

Engin ummæli: