27. janúar 2005

Um vefrallý

Í gær var í fyrsta sinn prufað vefrallýið mitt. Elstu börnin á einni deildinni í Kópahvoli fengu að prufa og gekk það mjög vel. Það var alveg frábært að sjá hvað þau voru áhugasöm og flink með músina. Þau skiptust á við að stjórna. Það var fínt að ég var viðstödd, því þannig komst ég að smá vanköntum sem hægt er að laga, m.a. komst ég að því að hugsanlega er betra að taka fyrir eitt dýr af vefnum íslensku húsdýrinn í stað þess að láta þau fara á milli, en þau kláruðu sig ágætlega með verkefnið, en vildu greinilega fá að skoða meira um hvert og eitt dýr. Það mega ekki vera of margar spurningar fyrir svo ung börn og kennarinn verður að vera búinn að undirbúa kennslustundina. T.d. vantaði hljóðið á tölvuna og fór smá stund í að laga það. Ég þarf að setja inn í textann viðvörun þess efnis. Kennarinn sem var með þeim var mjög hrifinn af verkefninu og sá að hægt er að gera samskonar vefleiðangur um margt annað sem gaman væri að kynna fyrir börnunum. Sonja kom með þá hugmynd að við leikskólakennararnir myndum gera vef þar sem við söfnuðum saman vefleiðöngrum fyrir leikskólabörn og er það mjög góð hugmynd.

Engin ummæli: