Það er bara orðið svolítið síðan að ég skrifaði síðast. Ég hef bara einginlega ekkert haft að segja. Ég hef ekki mikið verið að vinna við heimasíðuna undanfarið. Fékk verki í öxlina og verð því að fara varlega. Núna stilli ég GSM símann svo hann hringi á 30 mín fresti og þá verð ég að standa upp og hreyfa mig. Ég horfði á Innlit- útlit í gær. Þar var heimsókn til manns sem kallaður er Nonni. Mér fannst þetta alveg frábær heimsókn, heimili hans var svo litríkt og flott. Það var greinilegt að það býr einhver heima hjá honum. Mér hefur alltaf fundist eins og þau heimili sem Vala Matt er að heimsækja svo köld og fráhrindandi, ekkert svona út um allt eins og er á venjulegum heimilum. Það er alltaf eins og það búi enginn í íbúðunum. Ég fæ stundum alveg sting fyrir hjartað þegar hún fer inn á heimili ungs fólks, sem er jafnvel með sína fyrstu íbúð. Allt svo nýtt og engin sál í neinu. Má ég þá heldur biðja um heimilslegt „drasl“ . Af því að við erum að fara að ferma ætlum við aðeins að taka í gegn hjá okkur. Við höfum verið að spá í hvort við ættum að mála svefnherbergið, en svo sagði Nonni, sem var heimsóttur í gær, að bleikur litur táknaði ást og fyrirheit. Ég held að við séum ekkert að mála herbergið, enda líður okkur vel að sofa í því eins og það er. Höfum bara orðið fyrir þrýsingi undanfarið vegna ummæla fólks um að karlmenn eigi ekki að þola það að sofa í bleikum litum. Hér eftir vitna ég bara í Nonna sem hefur vit á því hvað litir geta gert fyrir sálarlíf fólks. Það væri gaman að heyra viðhorf ykkar sem þetta lesið. Eigum við að mála herbergið ljóst, eða eigum við að sleppa því?
1 ummæli:
Ég gat ekki annað en skellt upp úr þegar ég las viðbrögðin hjá Ívari vegna þess að ég ætlaði að skrifa nákvæmlega það sama. Svona erum við Ívar miklir tvíburar ;-) En fylgdu bara hjartanu Fjóla mín og gerðu bara það sem þú ert sátt við.
Mér þótti þetta gott ráð hjá þér að stilla símann. Ef maður passar sig ekki þá geta ýmsir kvillar farið að segja til sín.
Gangi þér vel mín kæra.
Kv. Obba
Skrifa ummæli