6. febrúar 2005

Að halda áfram

Ég hef undanfarna daga svona hægt og bítandi verið að laga til á heimasíðunni. Ég þurfti að leiðrétta og bæta við í tæknisögunni, svo þurfti ég að taka af hnökra í vefrallýinu. Ég á eftir að skoða betur vefleiðangurinn, sýnist eithvað ólag vera á skráningunni sem fylgir. Svo ætla ég líka að reyna að skýra myndirnar sem fylgja leiðbeiningunum. Útlit síðunnar er líka algerlega eftir. Það eru mörg bekkjarsystkin mín komin með fallegar síður, svo ef maður á ekki vera þeim til skammar verður maður að laga þetta eitthvað til. Núna er litli frændi í heimsókn og vill að ég sýni honum áhuga frekar en tölvunni. Senilega hef ég tíma seinnipartinn til þess að byrja á útliti heimasíðunnar. Mér lýst vel á þau verkefni sem framundan eru í náminu. Mér finnst alltaf svo gaman að fikta í hinum og þessum forritum, ef maður er afslappaður fyrir því að gera mistök þá er þetta bara gaman. Verð samt að fara varlega og gleyma mér ekki í tölvunni, það hefur slæm áhrif á öxlina.

Engin ummæli: