19. febrúar 2005

Ein ánægð með sig

Nú er ég búin að vera alveg sérlega dugleg að vinna/læra. Búin að breyta heimasíðunni, vonandi til batnaðar. Ég er búin að eyða mörgum stundum við að yfirfara allt það góða efni sem fylgdi lýsingum á verkefnunum á skólaspjallinu. Það er greinilega til eitt og annað þarna úti á vefnum, alveg hægt að detta inn í þennan heim. Stundum tapa ég mér alveg, en rata sem betur fer til baka aftur. Núna er ég búin að hlaða niður ýmsu sem við eigum að nota við gerð verkefnanna í staðbundnu lotunni. Það er bara gaman að fikta í þessu. Ég náði sem betur fer áttum í kartöflugarðinum með dyggri aðstoð samnemenda. Ákvað að prufa líka að gera svona spurningaleik. Mig langar rosalega mikið að gera svona flash dæmi á kennsluvef. Kannski ég prufi sjálf og athuga hvað ég kemst langt. Vildi að ég hefði haft tækifæri á að fara í margmiðlunarkúrsinn, það er greinilega gaman í honum, á það bara eftir í haust. Ég er alltaf að reyna að tengja námið við það sem ég er að fást við í vinnunni. Ég fór með nokkur elstu börnin í Kópahvoli í heimsókn í Furugrund í gær föstudag. Þau fengu að taka myndir á leiðinni. Það var eitt og annað sem vakti athygli þeirra. Mig langar að gera ljósmyndasögu úr þessari ferð og leyfa þeim að semja texta til að hafa með. Ég eyddi drjúgum tíma í að skoða svona dropdown hnappa, sem Eyþór hjálpaði mér með. Ég komst að því að maður þarf að vera nokkuð vel að sér í HTML til þess að eiga við það dæmi. Ég gat komið þessum hnöppum á síðuna með aðstoð sonar míns, en svo fannst mér þetta ekkert spes. Endaði á því að endurhanna allt útlit síðunnar og skipta um alla hnappa. Ég er bara nokkuð ánægð með síðuna núna.

Engin ummæli: