16. nóvember 2005

Staðbundin lota

Þá er ég enn og aftur í skólanum. Núna er staðbundin lota í aðferðafræðinni. Það er ekki sem verst, enda er þetta alveg að verða búið. Styttist í prófið og bara eftir að skila einu verkefni næsta þriðjudag. Það er alveg ótrúlega erfitt að sitja kyrr svona lengi í einu, en það hefst. Í dag er dagur íslenskrar tungu. Ég og Jónas fæddumst þennan dag svo það er um að gera að halda upp á hann. Ég fékk tíma í nuddi í afmælisgjöf frá fjölskyldunni, skilaboð um að ég þurfi að slaka meira á. Ég er að hugsa um að panta mér nudd daginn fyrir aðferðarprófið, held að þá verði helst þörf á slökun. Það er alveg ótrúlega gaman á námskeiðinu Tölvur með fötluðum. Við erum að fá svo mikið af upplýsingum um hin og þessi forrit sem koma að góðum notum í kennslunni. Ekki grunaði mig að til væri svo mikið af ókeypist kennsluefni á veraldarvefnum.
Flensa hefur annars verið á bænum, við höfum öll veikst af henni, ekki gott. Ágætt samt að vera búin að afgreiða þann pakka, vonandi verðum við þá öll hress þegar við förum í ferðalagið. Ég virðist ætla að vera á faraldsfæti á næsta ári. Fer til Frakklands í desember, London í janúar og Prag í apríl, Spánar í maí-júní og svo líklegast til USA í október.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

London í Janúar?

fjola sagði...

Já ég er að fara á tölvu- og upplýsingatæknisýningu sem heitir BETT. Verð frá miðvikudegi til sunnudags.