Í staðbundnu lotunni fengum við að fara í heimsókn í Langholtsskóla. Þar kynntum við okkur hreyfimyndagerð (animation). Ég er staðráðin í því að prufa að vinna slíkt með elstu börnunum í leikskólunum mínum. Á myndinni sést að það þarf ekki mjög flókinn búnað til þess að taka upp slíkar hreyfimyndir.