13. mars 2006

Hreyfimyndagerð


IMG_0122
Originally uploaded by Myndasida Fjolu.
Í staðbundnu lotunni fengum við að fara í heimsókn í Langholtsskóla. Þar kynntum við okkur hreyfimyndagerð (animation). Ég er staðráðin í því að prufa að vinna slíkt með elstu börnunum í leikskólunum mínum. Á myndinni sést að það þarf ekki mjög flókinn búnað til þess að taka upp slíkar hreyfimyndir.

1 ummæli:

tvina sagði...

Blessuð og takk fyrir samveruna í kennó. Já það er ýmislegt sem maður lærir á þessum innilotum og ég skil mjög vel að þú sért svolítið örg yfir öllum þessum verkefnum. Ásdís OKKAR sem var með okkur í fyrra hefði kvartað yfir ritstíflu þannig að trúlega er maður með hönnunarstíflu núna. Mér gengur en gengur þó ekkert að koma þessum verkefnum á koppinn. En við gefumst aldrei upp, er það?
By the way, ég er ekki að standa mig í þeim íslenska núna eins og ég sagði þér svo nú hef ég sett á mig aftur 2 kíló fyrir bragðið. Verð nú að taka mér tak og númer eitt hreyfa mig meira. Ég verð að reyna að standa mig eins og ´þú hörkukvendi. Bestu kveðjur. Dísa