28. mars 2015

Pinterest




Ég nota Pintarest af því mér finnst það afar þægileg leið til þess að halda utan um góðar hugmyndir sem ég finn á ferð minni um Netheima. Bæði hugmyndir sem ég get nýtt mér í starfi og í einkalífi.  Ég kynntist Pintarest fyrst þegar ég var á námskeiði í  upplýsingatækni í Tralee á Írlandi sumarið 2013, en það var samt ekki fyrr en síðasta sumar sem ég fór fyrir alvöru að nota vefsvæðið mitt. 
Ég var og er með annað vefsvæði til þess að fylgjast með ýmsum vefsíðum, en Pintarest er að mínu mati þægilegast til þess að geyma góðar hugmyndir.
Það sem er svo þægilegt við þetta svæði er að allir geta „pinnað“ frá öllum. Þannig getur maður elt uppi fólk sem hvefur svipaðan áhuga og séð hvað þeir eru að pinna. Ég fæ upplýsingar um það hvað fólk sem t.d. hefur áhuga á handavinnu eða  iPad í kennslu finnur og get þá skoðað jafnóðum hvort það er eitthvað sem gæti gagnast mér og þá pinnað á mína síðu.
Það eru sem betur fer alltaf fleiri og fleiri vefsvæði sem eru að uppgötva markaðsgildi Pintarest og bjóða upp á beina tengingu líkt og gert er við fésbókina og twitter.
Ég mæli með því að kennarar gefi Pinterest gaum og skoði hvort vefsvæðið henti þeim.

Hér er mitt Pinterest svæði:  https://www.pinterest.com/fjolath/

Engin ummæli: