28. mars 2015

Málþing Hafnarfjarðar um læsi

Föstudaginn 25. febrúar s.l. tók ég þátt í einhverju því stærsta málþingi sem haldið hefur verið hér á landi. Málingið var haldið á Hilton Hótel og voru þátttakendur um 900 manns, allt starfsmenn leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar. Málþingið bar yfirskriftina "Lestur er lífsins leikur - málþing um lestrarundirbúning og lestrarnám fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar."
Mitt hlutverk í málstofu var að flytja erindi um heppileg smáforrit til þess að efla læsi í leik- og grunnskólum. Þar sem mér fannst ég ekki geta fjallað um efnið án þess að benda á mikilvægi þess að líta beri á spjaldtölvur sem verkfæri til þess að nálgast ákveðin markmið í kennslu byrjaði ég erindið á því að fjalla um það og benda á hvað er vel gert í kennslu að mínu mati. Í kjölfar erindi míns á málþinginu fékk ég endalausar fyrirspurnir um sama efni svo ég ákvað að setja inn grein á Appland þar sem ég fjalla sérstaklega um smáforrit sem eru heppileg til þess að efla málþroska barna.


Engin ummæli: