Á mánudaginn 16. mars s.l. var námskeið á vegum Samspil 2015 haldið á Menntavísindasviði HÍ. Þetta var staðbundið námskeið til þess að koma nemendum inn í hlutina. Áður var búið að halda eitt vefnámskeið þar sem fyrirkomulag átaksins var útskýrt fyrir þátttakendum.
Það var virkilega áhugavert að hitta samnemendur sína, allt mjög áhugasamir kennarar. Því miður þá voru ekki nógu margir leikskólakennarar að mínu mati. Ég hef því ákveðið að halda áfram að reyna að hvetja þá til þess að vera með í UT átakinu. Mér skilst að það séu um 250 kennarar skráðir og allt of fáir leikskólakennarar.
Á þessu námskeiði vorum við að læra á eitt og annað áhugavert og skiptast á hugmyndum á notkun ýmissa verkfæra í kennslu.
TitanPad er eitt verkfæri sem hægt er að nota t.d. til þess að halda utan um viðburði. Á námskeiðinu var það notað til þess að halda utan um námskeiðsdaginn. Þarna skrifuðu þátttakendur inn á sniðurgar vefslóðir verkfæra sem mætti nota í skólastarfi og fl.
Padlet er verkfæri sem ég kannast nú við og hef notað áður t.d. á ráðstefnu 3f og í menntabúðum. Á námskeiðsdaginn var þetta vefsvæði notað til þess að halda utan um hópinn. Hér má sjá alla þátttakendur og svo eiga allir að setja þarna inn vísun á bloggsvæðin sín.
Á vefnum ClassTools er að finna ýmislegt skemmtilegt sem gaman verður að prófa í skólastarfi. Við prófuðum að nota spurningarleik eins og notaður er í Útsvari og svo var notast við Stopwatch niðurtalningu í kaffipásunni. Bara gaman að kynnast svona skemmtilegum tólum.
Socrative er vefsvæði þar sem hægt er að búa til spurningarleiki. Ég á eftir að skoða það betur, en ég þekki Kahoot! og hef notað það í leikskólanum með foreldrum, kennurum og börnum. Frábær leikur sem notaður er með snjallverkfærum eins og iPad og snjall símum.
Group Maker tools var kynnt fyrir okkur, en með því er hægt að skipta nemendum í hópa. Getur verið sniðugt að prufa þetta í hópastarfi í leikskólanum.
Svo voru kynnt fyrir okkur nokkrar leiðir til þess að gera dagbækur til þess að halda utan um það sem við erum að fást við á námskeiðinu. Hér eru nokkur:
Sway - https://sway.com/
Weebly - http://www.weebly.com/
Wix - http://www.wix.com/
Wordpress - https://wordpress.com/
Google vefsíða - https://www.google.com/webdesigner/
Engin ummæli:
Skrifa ummæli