22. mars 2015

Samspil 2015

Ég ætla að taka þátt í UT átaki sem kallast Samspil 2015 og hef ákveðið að nota þetta gamla blogg mitt til þess að halda utan um þau verkefni sem ég vinn að.
Þetta blogg er orðið gamalt og ég ákvað að hreinsa til og henda út öllum gömlum persónulegum færslum en halda nokkrum sem tengjast upplýsingatækni. Ég byrjaði nefnilega með þetta blogg þegar ég var á námskeiði hjá Salvöru hér í denn þegar ég var í framhaldsnámi í upplýsingatækni í HÍ.
Á námskeiðinu Samspil 2015 erum við hvött til þess að prófa hin og þessi vefumsjónarkerfi og ætla ég að gera það. Ég hef reyndar enn sem komið er nýtt mér öll þau kerfi sem nefnd hafa verið. Ég hef nefnilega oft tekið að mér að útbúa vefi til þess að halda utan um ráðstefnur og þá hef ég nýtt mér það að prófa ný og ókeypis vefumsjónarkerfi. Síðast gerði ég þessa vefsíðu fyrir Faghóp um skapandi leikskólastarf: http://utumgrundir.weebly.com 

Engin ummæli: