7. nóvember 2014

Sjálfbærni og vísindi

Leikskólinn minn er þátttakandi í þróunarverkefni undir yfirskriftinni Sjálfbærni og vísindi. Verkefnið er samvinnuverkefni nítján leikskóla í Kópavogi og hefur að markmiði m.a. að:
  • auka áhuga og skilning leikskólabarna á sjálfbærni, í hverju hún felst og hvernig þau geti átt þátt í eða haft áhrif á að bæta það umhverfi sem þau búa í.
  • efla forvitni og áhuga á töfraheimi vísindanna og því sem leynist í eiginleikum ýmissa efna og hluta.
  • auka hæfni og þekkingu starfsmanna á viðfangsefninu og styrkja þá í starfi sínu með börnunum.
Ákveðið var að leggja megin áherslu á Moltuna, en leikskólinn hefur um árabil moltað allan lífrænan úrgang.
Í síðustu viku byrjuðum við á tilraun með það hvaða efni er lífrænt og hvað er ólífrænt. Elstu börnin létu mismunndi efnivið saman á streng, plast, pappír, ál, ávexti, bæði banana og epli og svo gler. Þessu næst grófu þau allt saman niður í mold og þar eiga hlutirnir að vera þar til í apríl að þau ætla að moka þá upp og skoða hvað efni eru lífræn og hafa þá væntanlega eyðst í moldinni og hvaða efni eru það ekki og eyðast ekki á þessum mánuðum sem líða.


Yngstu börnin í leikskólanum gerðu sambærilega tilraun einnig, en þau létu á spítu bleiu, plastlok, epli, állok og klósettrúllu. Síðan ætla þau að grafa spýtuna aftur upp næsta vor og sjá hvað hefur gerst.


Engin ummæli: