Í gær bauð ég heim til mín leikskólakennurum sem eru með mér í Samspil 2015 til þess að „læra saman“.
Við áttum saman gott síðdegi þar skiptumst á ýmsum upplýsingum, skoðunum og aðstoðuðum hvor aðra. Við skoðuðum m.a. hvaða form væri heppilegt sem ferilmappa í Samspil 2015.
Við skoðuðum vel Twitter og ræddum um notagildi samfélagmiðla í leikskólum. Bjarndís sem var með okkur og benti okkur á mjög sniðugt verkfæri til þess að auðvelda yfirsýn í Tvitter. Það er vefurinn Tweet Deck.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli