21. apríl 2015

Tvö Menntavörp á einum degi

Í gær hlustaði ég á tvö Menntavörp sem mig langar til þess að fjalla um.
Hið fyrra var spjall um fullyrðingu Sugata Mitra: Börn geta kennt sér sjálf. Þar sem ég hef fylgst með Sugata í mörg ár, eða áður en við í stjórn 3f fengum hann til þess að koma í heimsókn hingað til Íslands, vildi ég ekki missa af þessum viðburði.
Þátttakendur í spjallinu voru auk Sugata Mitra @Sugatam Founder, School in the Cloud
Amy Harrington @amygharrington Self-directed learning advocate
Mike Godsey @TheMrGodsey
High school teacher  og
Sunita Sehmi @WalkTheTalkGVA
Skype Granny
Spjallið var mjög áhugavert og greinilegt að starf Sugata Mitra hefur vakið áhuga viðmælendanna, en t.d. Mike Godsey telur aðferðir hans ógn við það skólastarf sem hann telur best.  Sugata var beðinn um að skýra frá því hvernig hann telji að framtíðarskólinn verði. Sugata sagði að hann vildi lýsa þessu eins og ferðalagi í strætisvagni. Þú getur ákveðið að stýra vagninum sjálfur, en þú getur líka ákveðið að leyfa nemendum að læra að aka sjálfum. Þau voru svo sannarlega ekki sammála og æstu sig stundum upp. Það er greinilegt að Sugata er að hræra vel upp í fólki og mér finnst það mjög áhugavert. Hægt er að hlusta á umræðurnar hér.  Ég hvet lesendur einnig til þess að skoða vel Twitter tístin, en samantekt á þeim eru fyrir neðan varpið. 

Seinna Menntavarpið sem ég hlustaði á var íslenskt, en þar voru að spjalla saman Ragnar Þór, Ingvi Hrannar og Björn Gunnlaugsson verkefnastjóri spjaldtölvuvæðingar í Kópavogi. Þeir voru að spjalla um væntanlega iPadvæðingu í grunnskólum Kópavogs. Þeir félagar voru mun meira sammála í þessu spjalli en í því fyrra. Björn er ósmeikur að takast á við þetta stóra verkefni. Þeir félagar Ragnar og Ingvi Hrannar spurðu hann hvort það væri ekki gefið að verkefnið myndi mistakast, því mun stærri verkefni með mikla peninga á bak við sig hefðu fallið um sjálft sig. Þar áttu þeir við iPadinnleiðinguna á LA svæðinu í USA. 
Ég reyndi að senda inn fyrirspurn í spjallið, en það var svo sem ekki mikið um svör. Hægt er að hlusta á Menntavarpið hér. 

Engin ummæli: