Nú er akkúrat ár síðan að við fengum iPad inn á allar deildir leikskólans og löngu tímabært að ræða það hvað við raunverulega erum að gera með þá. Var einmitt að hugsa um það í leiðinni af hverju Kópavogsbær leggur alla sína orku þessa dagana í að innleiða iPad í grunnskólanna, en hefur ekki einu sinni spurt okkur í leikskólunum hvað varð um iPadana. Hvað ætli séu margir ónotaðir inni í skápum? Þeim var bara dreift um bæinn og svo bara ekkert. En það er nú önnur saga.

Ég sé því að ég verð að finna dæmin sjálf og það hef ég einmitt verið að gera í allan dag, hugsa og hugsa upp dæmi. Nokkur hef ég fundið sem geta átt hér við, en ég er samt sem áður að hugsa um að heyra í samstarfsfólkinu áður en ég upplýsi um þau hér.
Í grúskinu fann ég fínan fréttapóst frá HighScope þar sem fjallað er um upplýsingatækni í leikskólastarfi. Hugsanlega hafa einhverjir áhuga á að lesa þetta. Þarna er gerð skil skýrri stefnu HichScope leikskólanna. Stefnu sem er ígrunduð og byggð á raunverulegri hugmyndafræðilegri nálgun. Þarna er verið að velta fyrir sér kostum og göllum.
Ég hrífst aðallega af því að þó svo að nokkur neikvæðni ríki í garð upplýsingatækni fyrir ung börn og rannsóknir sýni að allt niður í tveggja ára börn séu komin með 2 klst. skjátíma á sólarhring er lausnin ekki sú að banna upplýsingatækni heldur að vinna með hana á skapandi hátt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli