Bart fór víða og máttum við hafa okkur öll við að fylgja honum eftir. Ég var einmitt að rifja upp daginn og finnst alveg ótrúlegt hvað hann komst yfir að kynna mörg verkfæri fyrir okkur.
Því miður þá er þarna ansi margt sem ég sé ekki að nýtist okkur með börnunum í leikskólanum. Ætla samt ekki að fullyrða það að svo stöddu því oft er það þannig að það sem virðist alls ekki passa reynist svo bara hið besta tól.
Hér er að finna yfirlit yfir þau verkfæri sem Bart fór í, en mig langar til þess að fjalla hér sérstaklega um nokkur verkfæri sem mér finnst sniðug og hef verið að nota eða ætla að nota í framtíðinni.
Bitly sýnist mér vera sniðugt tól. Bart segist nota það mikið sérstaklega þegar hann er að kenna í vinnustofum eins og þeirri sem við vorum á. Bitly einfaldar manni að útbúa vefslóðir sem maður vill benda fólki á. Oft er það þannig að áhugavert efni á vef hefur svo langa vefslóð (URL) að það tekur fólk langan tíma að skrifa þær, ef það er þá bara hægt. Bitly auðveldar þetta mjög mikið. Það er einfalt að læra á Bitly og hægt að úbúa eigin reikning og flokka vefslóðir á auðveldan hátt. Hér má sjá dæmi sem hann Bart notaði í kennslunni:
bit.ly/visitcity - Sticky Moose
bit.ly/favorvity - Answer Garden
bit.ly/countrysong - Padlet
Jigsaw Planet er verkfæri sem gaman verður að nota með leikskólabörnunum. Hægt er að setja inn í það eigin myndir og nota það eins og Bart gerði til þess að senda ákveðin skilaboð. Þannig birtast skilaboðin þegar púslunninni er lokið. Skemmtilegt verkfæri sem ég sjálf gleymdi mér aðeins í.
Bart fór yfir nokkur verkfæri sem hægt er að nýta í tengslum við Twitter. Þetta eru allt verkfæri sem geta nýst kennurunum sjálfum til gamans og gagns. Eitt af þeim verkfærum er Tweetdeck sem ég hef notað og finnst algjör snilld. Með því getur maður fylgst með ákveðnum umræðum (# hastag) sem í gangi eru.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli