Vefurinn Graphite.com var að birta lista yfir þau 20 tól sem kennarar í henni Ameríku vilja meina að séu mikilvæg í námi og kennslu núna um þessar mundir. Það er athyglisvert að sjá svona lista og ósjálfrátt fer maður að máta við sig, já þetta þekki ég og þetta ekki. Allavega eru svona listar til þess að ég fer að prófa þessi tól sem svona listar benda á. Stundum gerir maður merkilegar uppgötvanir og finnur öpp sem maður getur notað strax með ungum börnum í leikskólanum. Annað er ónothæft með börnunum, en getur verið áhugavert fyrir kennarana sjálfa að nota.
Mæli með að lesendur gefi svona listum tækifæri og skoði þau tól sem bent er á.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli