20. september 2015

Menntaspjall um karla í kennslu

Í morgun tók ég þátt í fjörugu menntaspjalli á Twitter. Það voru óvenju margir karlkennarar mættir til leiks og vonandi eru þeir komnir til að vera. Gátan var að sjálfsögðu ekki leyst í svona stuttu spjalli, en það komu fram margir áhugaverðir vinklar í umræðunni. Föstudaginn 9. október stendur FL og FSL fyrir morgunverðarfundi ásamt samstarfsaðilum um þetta efni Karlar í yngri barna kennslu - hvað ætlar þú að gera? Við vonum að það verði fjölmennt, en fundurinn er í og með haldinn til þess að vekja athygli á ráðstefnu sem við verðum einnig með föstudaginn 12. febrúar 2016.
Hér má sjá samantekt umræðunnar í morgun.

Engin ummæli: