23. september 2015

Skapandi leikskólastarf í Garðaseli á Akranesi

Ég var svo heppin að hafa tækifæri á að skreppa upp á Skaga með Faghópi um skapandi leikskólastarf í gær. Faghópurinn heldur reglulega yfir veturinn viðburði til þess að vekja athygli á skapandi starfi í leikskólum. Núna var röðin komin að Skagamönnum að bjóða heim.
Þær tóku vel á móti okkur Ingunn leikskólastjóri, Guðlaug og Hafrún sem eru kennarar elstu barnanna í leikskólanum. Garðasel starfar eftir heilsustefnunni og leggja mikla áherslu á hreyfingu, góða næringu og listir.
Umhverfið sem þær nýta vel er dásamlegt, hægt er að fara í langar og stuttar ferðir út í náttúruna, niður á Langasand og upp í skógrækt. Ekki laust við að ég öfundi þær svolítið og það læðist að mér og ekki í fyrsta sinn sú spurning; hvað ef ég hefði farið aftur heim..... ég er nefnilega Skagamaður að uppruna.
Hér má sjá skjákynninguna þeirra og ljósmyndir frá viðburðinum.


Engin ummæli: