11. janúar 2017

Hönnun námsefnis og stafræn miðlun

Ég var í staðlotu í gær á námskeiðinu Hönnun námsefnis og stafræn miðlun. Ég valdi þetta námskeið með hliðsjón af M.Ed. verkefninu mínu. Margt hef ég lært áður á námskeiði sem hét þá Margmiðlun eða eitthvað slíkt, en ég sá í gær að þetta námskeið verður mjög gott til upprifjunar og svo tækifæri til þess að takast á við nýja hluti. Það er þannig í upplýsingatækni að það sem þú lærir í dag getur verið úrelt á morgun.

Torfi Hartarson kennari námskeiðsins var að fara yfir hönnunarferli kennslukerfa og ég sá að þetta er eitthvað sem ég get nýtt mér og ætla því að kynna mér það nánar.


Í bókinni Designing Effective Instruction eftir þá Gary R. Morrison, Steven M. Ross og Jerrold E. Kemp er birt þetta líkan sem er endurbætt líkan Jerrolds. 

Líkanið er ekki tengt margmiðlun heldur námsefnisgerð og kennslu yfirleitt og miðar að kennslukerfum sem taka ekki bara til námsgagna heldur einnig kennslu, náms, forprófunar og mats. Líkanið gerir ráð fyrir endurteknu mati og endurbótum þar sem allir þættir eru undir með það fyrir augum að útrýma veilum í kerfinu. Mikil áhersla er lögð á kerfisbundin vinnubrögð og nákvæmar skilgreiningar á námsmarkmiðum, efnisatriðum, færniviðmiðum og þar fram eftir götum. Lítil áhersla er lögð á stíl, yfirbragð og miðlun efnis, athyglin beinist að þekkingaratriðunum, færniþáttunum og þeim náms- og kennsluferlum sem tryggja eiga skilvirkt nám.
Mér finnst þetta áhugavert líkan og sé fyrir mér að það gæti nýttst mér við hönnun á því verkefni sem ég á framundan.
Torfi kynnti einnig fyrir okkur örðu ferli sem hægt er að nýta við hönnun á gagnvirku efni. Ferli sem Kristof og Satran kynna í bók sinni
Web ReDesign- Workflow that Works. Kristof og Satran tala um þrjú þrep hönnunar á gagnvirku efni.  Tilgangurinn er ekki endilega sá að gefa uppskrift að efni sem unnt er að fylgja lið fyrir lið heldur á ferlislýsingin að varpa ljósi á alla hluta hönnunarinnar. Þannig draga þeir fram undirliggjandi meginatriði hönnunarinnar. Þrepin koma skipulagi á flókið og vandasamt verkefni. Þetta þrískipta ferli byggir á þremur einföldum spurningum.
  • Hvað á að búa til?
  • Hvernig á það að virka?
  • Hvernig á það að líta út?
Mér finnst þetta allt saman mjög áhugavert og mikilvæg þekking, það er ekkert grín ef maður byrjar á öfugum enda skal ég segja ykkur. Ég hef reynslu af því í heimasíðugerð ef fólk hefur verið upptekið af útliti vefjarins frekar en innihaldi. Það er alveg skelfilegt að fá slíka vefi í „viðgerð“ en ég hef reynslu af því.
Hægt er að lesa meira um þetta viðfangsefni hér í grein eftir Torfa

Engin ummæli: