10. febrúar 2005

Verkefnin

Ég hef ekki mikið verið að vinna í heimasíðunni síðustu daga, en því meira verið að prufa mig áfram í forritum og hugsa næstu skref. Það kemur auðvitað ekki alltaf fram hvað maður er duglegur að vinna á bak við tjöldin. Ég er búin að leysa verkefni 1. að ég held, alla vega er ég búin að setja inn snjómyndir og búin að skrá mig sem notanda í Del.ico.us. Þetta með 43things.com hlýtur að eiga að bíða eitthvað alla vega held ég að ég hafi ekki fengið sent aðgangsorð í það kerfi. Kannski hef ég hent bréfinu með öðrum ruslpósti, veit ekki. Verkefni 2. hef ég mikið pælt í, ætli sé ekki í lagi að gera leiðbeiningavef fyrir deildastjóra í Kópavogi svo þeir kunni að setja eitthvað inn á heimasíður leikskólanna. Ég er mikið í því að kenna það, en það væri auðvitað snilld að útbúa kennsluvef. Verkefni 3 er ég að hugsa um að nýta með elstu börnunum í leikskólanum, gæti tengt það þemanu "Bærinn okkar". Mér datt í hug að láta börnin taka ljósmyndirnar og velja lagið. Varðandi verkefni 4 og 5 þá er spurning hvort það má ekki vinna þau með öðrum. Held það væri upplagt ef t.d. einhver annar eða aðrir leikskólakennarar í hópnum væru til í að vera memm. Er ekki rétt skilið að það á að vinna þau verkefni í staðbundnu lotunni? Svo var eitthvað annað eftir, já var ekki eitthvað verkefni hjá Sólveigu? Könnunin, það er sennilega hægt að gera hana í apríl. Ég hlakka til að takast á við þetta, mér finnst svo gaman að öllu svona fikti með forrit. Í gær gerði ég glærusýningu fyrir leikskólann með 75 myndum af öskudagsfjöri. Það er hægt að skoða hana á heimasíðunni . Ég notaði til þess forrit sem heitir Photolightning . Var að nota það í fyrsta sinn og gekk eins og í lygasögu. Nú er ég búin að nota bloggið til þess að hugsa upphátt, Hvað með það, það auðveldar mér að átta mig á þessu öllu. Ég var í morgun að læra á nýtt myndvinnsluforrit í vinnunni sem við vorum að fjárfesta í Flicker heitir það. Ég talaði upphátt allan tímann og reglulega kom einhver inn í vinnuherbergið og hló að mér. Mér er auðvitað alveg sama, það er svo misjafnt hvernig fólk fer að því að læra. Það hentar mér að tala mig í gegnum verkefnin, stundum meira að segja syng ég líka.

2 ummæli:

Sonja sagði...

hæ Fjóla.
Ég vildi að ég væri svona skipulög núna. Mér finnst einhvernveginn ég ekki vera alveg að höndla þessi verkefni sem eru framundan. Er búin að eyða löngum tíma í að skoða verkefni sem Salvör bendir á en mér dettur eiginlega ekkert í hug. Ég er alveg til í að vera með þer í verkefnum 4 og 5 ef þú ert til í að vinna með hugmyndalausri mannesku. En þetta eru frábærar hugmyndir hjá þér þér tekst einhvernveginn alltaf að tengja!!!

fjola sagði...

Sæl Sonja.
Velkomin í hópinn. Seltjarnarnesið er lítið og lágt, er ekki hægt að gera myndskreytingu við það lag. Nei bara grín. Notaðu endilega hugmyndina mína með elstu börnunum. Þau er alveg ótrúlega flink með myndavélina.
Kveðja,
Fjóla