14. apríl 2005
Í dagsins önn
Tíminn flýgur áfram og vor í lofti. Það gengur bara ágætlega að vinna verkefnin samhliða vinnu og heimilisstörfum. Ég hef undanfarna daga verið að bæta við kennsluvefinn og hef hugsað þá viðbót sem lokaverkefni. Ég fór og hitti Salvöru kennara á mánudaginn og kom hún mér vel í gang aftur. Ég var hreinlega búin að gleyma ákveðnum tækniatriðum og það var gott að fá leiðbeiningar með þau. Það má svo ekki í miðjum erlinum gleyma að fóðara sálina og fór ég þess vegna í kostningarmiðstöðina í gærkvöld og hlustaði á Tómas R og Samúel flytja djass. Þeir voru frábærir að vanda. Það voru ekki margir mættir, fámennt en góðmennt. Við vorum fjölskyldan búin að panta sumarbústað á Klaustri um helgina, en þá er spáð foráttu veðri svo sennilega er best að halda sig heima við.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli