Hratt líður stund, bara kominn föstudagskvöld. Ég hef ekki verið dugleg að vinna við heimasíðuna þessa vikuna. Fór samt upp í skóla á þriðjudag og fékk hjálp hjá Salvöru til þess að komast inn í Moodle. Það gekk ágætlega og bjó ég til leikjanámskeið, bara svona til þess að prufa kerfið. Mér líst bara alveg ágætlega á þetta og sé nokkra möguleika í notkun þessa kerfis. Þetta gæti t.d. hentað vel faghópum eins og ég er í, hægt er að hafa opið málþing, ráðstefnu eða umræðu á svona vef. Ég er alltaf að fá jákvæð viðbrögð vegna kennsluvefsins, margir leikskólakennara sem hafa haft gagn af honum. Til þess var leikurinn gerður og er það alveg frábært ef hann kemur að gagni.
Ég hef nokkuð orðið vör við að þegar kemur að tölvulausnum eða starfænum hlutum að fólk er oft nokkuð latt við að leita sér upplýsinga og vill helst láta gera fyrir sig frekar en að lesa sér til um hlutina. Vinkona mín fékk gefins stafrænann hitamælir frá Landsbankanum sem er með klukku og vekjara. Í hálft ár hefur "dótið" að hennar sögn hringt kl.20 á hverju kvöldi og hún bara slökt. Af hverju ertu ekki búin að taka hringinguna af? spurði ég eins og bjáni. Bara, ég kann ekkert á svona dót. Fylgdu ekki leiðbeiningar spurði ég. Æiii það eru einhversstaðar leiðbeiningar, en ég hef ekki nennt að kynna mér þær. Svona svör fær maður nokkuð oft og alveg ótrúleg seigla að nenna að hlaupa til og slökkva í hálft ár á hverjum degi. Svona var þetta líka einu sinni fyrir langa löngu hjá foreldrum mínum, örbylgjuofninn hringdi alltaf á ákveðnum tíma og ekki nenntu þau að lesa bæklinginn til þess að slökkva á þessu. Svona lagað verður oft til eftir að rafmagnið hefur verið tekið af tímabundið. Þá ruglast tækin og fólk lætur vera að laga styllingar, telur sig ekki kunna það eða vill að einhver annar geri það.
Jæja þetta var nú bara svona pæling. Ég ætla að vera dugleg um helgina og klára námskeiðið um helgina. Svo hef ég það bara gott í maí, það er að segja svona að mestu. Er reyndar að byrja aftur að vinna 100% vinnu í leikskólunum, það verða viðbrygði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli