30. apríl 2005

Verkefnaskil

Í dag er 31.apríl og skiladagur verkefna á námskeiðinu Nám og kennsla á netinu. Ég er búin að eyða einhverjum helling af tíma, þolinmæði og þrautsegju í námið núna á vorönn. Afraksturinn er heimasíða sem ég er ánægð með. Til þess að auðvelda Salvöru kennara yfirferð gerði ég yfirlitssíðu þar sem ég velti vöngum yfir hverjum þætti námskeiðsins. Einnig ákvað ég að gera verkefnasíðu þar sem hægt er að nálgast öll verkefnin. Þetta er búið að vera alveg frábært námskeið hjá henni Salvöru og hún fær fyrstueinkunn sem kennari. Hún er alveg ótrúlega afkastamikil hvað varðar tölvu-og upplýsingatækni og ekki amalegt að geta fengið að njóta af gnægtarbrunni þekkingar hennar. Samnemendur mínir eru líka búnir að vera frábærir og gott að leita til þeirra eftir aðstoð og móralskum stuðningi. Takk fyrir hjálpina öll sömul!! Vonandi fylgjumst við áfram að í náminu og getum haldið áfram að styðja hvort annað. Spjallið á Skype heldur vonandi áfram, engin ástæða til þess að hætta því þó þessu námskeiði sé lokið.
Ég held að ég komi til með að halda áfram að blogga, hef áform um það. Ég á vini og ættingja sem eru að fylgjast með mér og mínum í gegnum bloggið. Læt þetta duga í bili.

Engin ummæli: