Nú bloggar maður ekki mikið um nám, enda búið og gert í bili. Reyndar ætla ég að taka að mér verkefni um helgina fyrir Sólveigu. Það þarf að vinna úr niðurstöðum sem bekkjarfélagarnir söfnuðu í mars/apríl á netnotkun barna og unglinga.
Það sem ég ætlaði að skrifa um er frábær óvissuferð sem ég fór í s.l. miðvikudagskvöld. Ég vissi auðvitað ekkert frekar en hinir hvert ferðinni var heitið, en það var farið með okkur á Draugasetrið á Stokkseyri. Mikið rosalega var gaman, ég mæli hiklaust með því að fólk komi þar við og gleymi sér í heimi drauga um stund. Frábær hugmynd að breyta svona gömlu frystihúsi, sem ekkert not var fyrir í þessa líka skemmtilegu afþreyingu. Svo var farið með okkur á veitingahúsið Við fjöruborðið. Ég hef reyndar komið þangað áður og alltaf er humarinn jafn góður og staðurinn sjarmerandi. Það voru allir mættir fyrir utan eina sem veiktist og komst ekki með. Það er auðvitað alveg frábært að skemmta sér svona með vinnufélögum og ekki verra þegar svona vel tekst til.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli