Þetta var nú ekki eins löng pása frá námi og ég hélt. Ég hef haft heilmikið að gera. Búin að vera alla helgina að vinna úr gögnum sem söfnuðust við rannsókn sem við nemarnir gerðum í Nám og kennsla á netinu. Þetta er liður í námskeiði sem heitir Vettvangsnám. Það verður hluti af því námskeiði að fara til Spánar á ráðstefnu um tölvutækni í menntun. Ekki ónýtt að fá einingar fyrir að leggjast á flakk til Spánar. Svo byrjaði námskeiðið Miðlun, menntun og samfélag í dag. Ég fór nú reyndar á smá bömmer yfir því, það lítur nefnilega út fyrir að því námskeiðinu eigi að ljúka strax í júní. Ég sem hélt að maður hefði skilafrest þar til í ágúst og byrjaði að vinna allan daginn núna í maí í skiptum fyrir ágúst. Ég verð víst að vera dugleg að nýta helgarnar til þess að læra. Kannski er betra að vera búin að þessu áður en maður byrjar í sumarfríi í júlí. Námskeið sem ég ætla á og heitir Fjarnám og kennsla hefst ekki fyrr en síðar í maí og stendur lengur yfir.
Ég byrjaði aftur fyrir alvöru að hreyfa mig, ákvað að skrá mig á lokað námskeið til þess að ég neiddist til þess að fara að minnsta kosti þrisvar í viku í íþróttir. Ég er búin að vera alveg skelfilega ódugleg í íþróttum frá því um áramót. Núna verður þar breyting á. Ný forgangsröðun.
1 ummæli:
Takk fyrir hlý orð í minn garð Eyþór. Ég er ekki í vafa um að þér gengur vel að klára verkefnin og þau verði glæsileg að vanda. Ég stefni enn að því að heimsækja Stykkishólm sunnudaginn 22.maí.
Við hittumst þá á tónleikunum.
Kær kveðja,
Fjóla
Skrifa ummæli