18. maí 2005

Vordagar

Það er svo sem ekki mörg afrek framin á sviði námsins þessa dagana. Ég er ekki alveg að fatta þennan nýja kennara sem segist ætla að hvíla sig á WebCT, en bíður svo ekkert í staðinn. Á meðan er maður auðvitað ekki að nýta tímann í spjall um viðfangsefni eins og ætti að gera. Ég hef svolítið verið að lesa mér til um ungt fólk og miðla, en á svakalega erfitt með að ná landfestu í því viðfangsefni. Vefirnir sem bent var á eru mjög afvegaleiðandi fyrir mig. Ég er kominn út um víðan völl um leið og ég opna inn á vefina og svo er liðinn langur tími án þess að ég hafi í raun verið að gera neitt að viti. Ég hef haft nóg að gera í vinnunni í staðinn. Ákvað að gera fleiri myndasögur, finnst það orðið alveg rosalega gaman. Núna var það útskrifarferð elstu barnanna í Furugrund. Ferðin var alveg einstaklega vel heppnuð í alla staði. Ég tók eftir því þegar ég leit í spegil í kvöld að ég er orðin nokkuð brún í andliti, sem segir manni að það er svona nokkurn veginn komið vor, jafnvel sumar. Það eru auðvitað forréttindi að vinna í leikskóla og hafa möguleika á allri þessari útiveru, vafstur við kulda- og pollagalla um veturinn gleymst fljótt í svona góðu veðri.

1 ummæli:

fjola sagði...

Takk fyrir upplýsingarnar Ásdís mín, hvar væri ég án þín?
Kveðja,
Fjóla