Þá eru námskeiðin að byrja eitt af öðru. Námskeiðið hjá Sólveigu byrjað og námskeiðið hjá S.Fjalari byrjar á mánudag. Þann sama dag fer ég í fyrstu staðbundnu lotuna í Aðferðafræðinni. Ég er nú farin að hallast að því að það námskeið sé ekki fjarnámskeið heldur staðbundið nám. Allavega er lítið að græða á því sem komið er og svo eru 2-3 dagar í mánuði staðbundnar lotur. Verst að það stangast á loturnar í Tölvur með fötluðum og svo Aðferðafræðin. Frábær þjónusta sem ég fékk hjá Bókasafni Kópavogs. Ég fór þangað til þess að athuga með bækur um aðferðafræði. Það voru engar til, en starfsfólkið bauðst til að kaupa bækur. Svo í gær fékk ég tölvupóst frá þeim, bækurnar komnar. Frábært!!! þetta kalla ég góða þjónustu.
Ég er nú svolítið farin að bíða eftir niðurstöðum úr námskeiðunum í sumar, veit ekki hvenær við fáum þær.
Ég var að skoða mig um á heimasíðu BETT og mig langar svakalega að fara á þessa sýningu, ef það er einhver þarna úti sem vill styrkja mig til fararinnar þá er ég til í að þyggja það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli